
Margrét er með meistaragráðu í uppeldis og menntunarfræðum. Hún var starfandi æskulýðs- og tómstundafulltrúi Seltjarnarness til margra ára og veitti Frístundamiðstöð Seltjarnarness forstöðu. Margrét starfaði sem knattspyrnuþjálfari í rúm 20 ár aðallega á Íslandi en einnig í Englandi. Hún hefur alla sína starfsævi starfað við uppeldis-, samskipta- og frístundmál með börnum, unglingum og fullorðnum. Margrét hefur haldið ýmsa fyrirlestra og kynningar er varða tómstundir, forvarnir, einelti, samskipti og samstarfsverkefni. Hún hlaut viðurkenningu Jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs 2023 fyrir framlag til jafnréttis- og mannréttindamála.
Margrét hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum:
2013–2023
Formaður Vigdísar – Vinir gæludýra á Íslandi. Lestrarverkefnið Lesið fyrir hund.
2008–2014
Aðalmaður í æskulýðsráði ríkisins.
2007–2008
Formaður félags fagfólks í frítímaþjónustu.
2005–2007
Stjórnarmaður í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu.
1998–2002
Stjórnarmaður í Samfés.
1988–1989
Formaður íþróttafélagsins Snerpu á Siglufirði.