top of page
CD1197CD-41B3-4196-B5ED-C379A720FFC4_Fac

Margrét er með meistaragráðu í uppeldis og menntunarfræðum.  Hún var starfandi æskulýðs- og tómstundafulltrúi Seltjarnarness til margra ára og veitti Frístundamiðstöð Seltjarnarness forstöðu. Margrét starfaði sem knattspyrnuþjálfari í rúm 20 ár aðallega á Íslandi en einnig í Englandi. Hún hefur alla sína starfsævi starfað við uppeldis, samskipta og frístundmál með börnum, unglingum og fullorðnum. Margrét hefur haldið ýmsa fyrirlestra og kynningar er varða tómstundir, forvarnir, einelti, samskipti og samstarfsverkefni.

Margrét hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum:

2013–2023

Formaður Vigdísar – Vinir gæludýra á Íslandi. Lestrarverkefnið Lesið fyrir hund.

2008–2014

Aðalmaður í æskulýðsráði ríkisins.

2007–2008

Formaður félags fagfólks í frítímaþjónustu.

2005–2007

Stjórnarmaður í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu.

1998–2002

Stjórnarmaður í Samfés.

1988–1989

Formaður íþróttafélagsins Snerpu á Siglufirði.

bottom of page