top of page

Verum góð býður upp á fræðslu og námskeið fyrir starfsfólk og stjórnendur stofnana og fyrirtækja.

Fræðsla í boði:

 

  • Forvarnir og foreldrasamstarf – fyrir foreldra.

Verum sýnileg og aukum samskipti, samveru og samstarf. Styðjum við skólastarf og þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. Velferð allra barna skiptir okkur máli.

  • Láttu þér og öðrum líða vel – fyrir börn og unglinga.

Samskipti, upplifun og tilfinningar. Það sem við gerum hefur áhrif á einstaklinga og þá hópa sem við tilheyrum. Hvernig þjálfum við stjórn á hugsunum og gjörðum? Hvernig getum við verið jákvæðar manneskjur og átt í góðum samskiptum?

  • Markmið og samvinna í tómstunda- og skólastarfi – fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla, félagsmiðstöðva, ungmennahúsa og frístundaheimila.

Hvaða „verkfæri“ er hægt að nota til að auka faglegt samstarf og samvinnu einstaklinga, hópa og stofnana? Markmiðasetning, leiðir, skráningar og mælingar.

  • Félagsmiðstöð og félagsstarf – fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og frístundaheimila.

Farið er yfir tilgang og hlutverk félagsmiðstöðva. Hvaða gildi hefur félagsstarf og út frá hvaða forsendum vinnum við það starf?

  • Hvatning og starfsánægjafyrir starfsfólk og stjórnendur stofnana og fyrirtækja.

Farið verður í atriði sem hafa áhrif á starfsumhverfi út frá innri og ytri hvatningu. Hvaða áhrif hafa stjórnendur á starfsmenn og hvaða áhrif hafa starfsmenn á starfsumhverfið? Hvað getum við gert til að auka starfsánægju? Meðal annars verður farið yfir samskipti og leiðtogahæfni.

0926_001.png
0924_001-2.png
  • Hinseginfræðsla – fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla, félagsmiðstöðva, ungmennahúsa og frístundaheimila.

Farið er í skilgreiningar á hvað er hinsegin, kynsegin, kynhneigð og kynvitund. Hvernig getum við unnið markvisst gegn fordómum? Fjallað um mikilvægi þess að formfesta hinsegin fræðslu í félagsmiðstöðvum og skólum.

  • Hlutverk þjálfara í íþrótta- og tómstundastarfi – fyrir íþróttaþjálfara.

Hvaða gildi hefur íþróttastarf og út frá hvaða forsendum vinnum við það starf? Hvaða aðferðir er hægt að nota til að auka áhuga og gleði iðkenda. Með hvaða augum og athöfnum náum við til allra barna? Hvert er leiðtogahlutverk okkar sem þjálfarar? Virðing og framkoma við börn og foreldra. Markmiðasetning og leiðir.

  • Leiðtogi, fyrirmynd og vinnugleði fyrir starfsfólk sumarnámskeiða og flokkstjóra vinnuskóla.

Hlutverk okkar sem starfsmenn bæjarfélaga, virðing og framkoma við vinnuveitendur, samstarfsfólk, börn og foreldra. Hvernig hámörkum við vinnugleði og afköst með því að setja okkur markmið og finna leiðir í samvinnu við aðra. Með hvaða augum og athöfnum náum við til allra barna.

  • Nýliðaþjálfun  fyrir starfsfólk stofnana og fyrirtækja.

Farið yfir vinnustaðamenningu, skipulag, hvað er ætlast til af starfsfólki, hvernig kemst nýliði fljótt og vel inn í starfið, finni styrk sinn og öryggi til að nýta þekkingu og færni. Mikilvægi samvinnu og jákvæðar nálgunar á viðfangsefni til að efla liðsheild og auka starfsánægju.

bottom of page