top of page

Námskeið í boði:

0926_001.png

Verum góð í samskiptum

Samskipti eru boð sem einstaklingar senda á milli sín. Samskiptin geta verið  í töluðum eða skrifuðum orðum og með líkamstjáningu svo sem í raddblæ, hlátri, hreyfingu, augnaráði, svipbrigðum og snertingu.  Flestir vilja hafa góð samskipti og ánægjulega samveru með fólki.

 

Verum góð býður upp á fyrirlestra og námskeið til að efla samskiptahæfni barna, unglinga og starfsfólks.

Fræðslur í boði:

 

  • Markmið og samvinna í tómstunda- og skólastarfi – fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla, félagsmiðstöðva, ungmennahúsa og frístundaheimila.

Hvaða „verkfæri“ er hægt að nota til að auka faglegt samstarf og samvinnu einstaklinga, hópa og stofnana? Markmiðasetning, leiðir, skráningar og mælingar.

  • Félagsmiðstöð og félagsstarf – fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og frístundaheimila.

Farið er yfir tilgang og hlutverk félagsmiðstöðva. Hvaða gildi hefur félagsstarf og út frá hvaða forsendum vinnum við það starf?

  • Hinseginfræðsla – fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla, félagsmiðstöðva, ungmennahúsa og frístundaheimila.

Farið er í skilgreiningar á hvað er hinsegin, kynsegin, kynhneigð og kynvitund. Hvernig getum við unnið markvisst gegn fordómum? Fjallað um mikilvægi þess að formfesta hinsegin fræðslu í félagsmiðstöðvum og skólum.

  • Hlutverk þjálfara í íþrótta- og tómstundastarfi – fyrir íþróttaþjálfara.

Hvaða gildi hefur íþróttastarf og út frá hvaða forsendum vinnum við það starf? Hvaða aðferðir er hægt að nota til að auka áhuga og gleði iðkenda. Með hvaða augum og athöfnum náum við til allra barna? Hvert er leiðtogahlutverk okkar sem þjálfarar? Virðing og framkoma við börn og foreldra. Markmiðasetning og leiðir.

  • Láttu þér og öðrum líða vel – fyrir börn og unglinga.

Samskipti, upplifun og tilfinningar. Það sem við gerum hefur áhrif á einstaklinga og þá hópa sem við tilheyrum. Hvernig þjálfum við stjórn á hugsunum og gjörðum? Hvernig getum við verið jákvæðar manneskjur og átt í góðum samskiptum? Hvernig verðum við leiðtogar?

  • Leiðtogi, fyrirmynd og vinnugleði – fyrir starfsfólk sumarnámskeiða og flokkstjóra vinnuskóla.

Hlutverk okkar sem starfsmenn bæjarfélaga, virðing og framkoma við vinnuveitendur, samstarfsfólk, börn og foreldra. Hvernig hámörkum við vinnugleði og afköst með því að setja okkur markmið og finna leiðir í samvinnu við aðra. Með hvaða augum og athöfnum náum við til allra barna.

0924_001-2.png

Verum góð í þjónustu

Öll fyrirtæki vilja veita framúrskarandi þjónustu og notalegt viðmót til viskiptavinarins. Eitt af grunnatriðum þjónustu er frammistaða starfsmannsins í samskiptum sínum við viðskiptavininn. Ánægja viðskiptavinarins með þjónustuna ræðst að mestu af upplifun hans á samskiptunum. Góð samskipti og þjónustulund er því undirstaða jákvæðrar upplifunar viðskiptavinarins á þjónustunni.

 

Verum góð býður upp á þjálfun starfsfólks í þjónustustörfum.

Fræðslur í boði:

 

  • Hvatning og starfsánægja – fyrir stjórnendur.

Farið verður í atriði sem hafa áhrif á starfsumhverfi út frá innri og ytri hvatningu. Hvaða áhrif hafa stjórnendur á starfsmenn og hvaða áhrif hafa starfsmenn á starfsumhverfið? Hvað getum við gert til að auka starfsánægju? Meðal annars verður farið yfir samskipti og leiðtogahæfni.

  • Hvernig náum við árangri í starfi –  fyrir starfsfólk.

  • Nýliðaþjálfun –  fyrir starfsfólk.

bottom of page