top of page

Verum góð í heimaræktun

Fallegir, færanlegir gróðurkassar sem hægt er að hafa á veröndinni, pallinum, svölunum eða nær hvar sem er. Kassarnir geta verið úti allt árið um kring. Hægt er að fá þá á hjólum eða fótum eftir því sem hentar. Kassarnir eru hannaðir og smíðaðir af Margréti Sigurðardóttur.

_edited.jpg
Svalakassi%20%C3%A1%20hj%C3%B3lum%20100x
_edited.jpg

Margir kostir við heimaræktun í gróðurkössum

Það er gaman að rækta sitt eigið salat, grænmeti, jarðarber og fleira, og vera umhverfisvænni um leið. Þú notar alltaf ferskt og veist hvaðan það kemur. Lítil sem engin matarsóun því þú stjórnar magni. Sparnaður í innkaupum og þú ert ekki að kaupa plastumbúðir. Notar þitt eigið salat í 4–5 mánuði á ári. Lítið sem ekkert illgresi sækir í kassana.

Kassaefni: Gagnvarin fura, jarðvegsdúkur og gróðurhúsaplast. Hægt er að fá kassana óbæsaða eða bæsaða í tekkolíu.

Vörur

Gróðurkassar

​Kryddkassi á lágum fótum (L. 60cm x B. 50cm D. 25cm)

Verð: 22.000 kr. – bæsaður í tekk 25.000 kr.

Kryddkassi á hjólum (L. 60cm x B. 50cm D. 25cm)

Verð: 27.000 kr. – bæsaður í tekk 30.000 kr.

Svalakassi á háum fótum (Mál: L 100cm x B. 45cm D. 30cm)

Verð: 32.000 kr. – bæsaður í tekk 37.000 kr.

Svalakassi á hjólum (Mál: L 100cm x B. 45cm D. 30cm)

Verð: 37.000 kr. – bæsaður í tekk 41.000 kr.

Matjurtakassi á hjólum ( L. 100cm x B. 70cm D. 33cm)

Verð: 47.000 kr. – bæsaður í tekk 51.000 kr.

Vinsamlegast hafið samband fyrir sérpantanir.

bottom of page