Margrét hefur sérstakt lag á að höfða til innri ábyrgðar og metnaðar á hjá ungum sem öldnum. Áratuga reynsla hennar í knattspyrnuþjálfun, störfum með unglingum og sem stjórnandi hefur gert hana að fjölhæfum, upplífgandi og skemmtilegum fyrirlesara. Margrét nær því besta út úr fólki.
Þorleifur Örn Gunnarsson
Magga er frábær fyrirlesari sem nær vel til barna, unglinga og fullorðina. Magga hefur gríðarlega þekkingu á liðsheildum, jákvæðum samskiptum og jákvæðri forystu. Magga nær með útgeislun sinni og orku að setja hluti í samhengi svo allir skilji inntakið ásamt því að verða innblásin til þess að vilja gera betur.
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Magrét hefur haldið hina ýmsu fyrirlestra, námskeið og kynningar fyrir starfsfólk á vettvangi frístunda-, íþrótta- og grunnskóla hjá Kópavogsbæ. Ánægja hefur verið með fyrirlestrana og Margrét með sinni víðtækri reynslu og fagmennsku komið efninu frá sér skilvirkt og markvisst, og starfsfólk hefur notið góðs af. Þá hefur Margrét sinnt ráðgjöf er varðar undirbúning að viðmiðum tengt forvarnaráætlunum grunnskóla.
Námskeiðin sem Margrét býður upp á eru fagleg, innihaldrík, gefandi og gefur starfsfólki sem starfar með börnum og ungmennum góða innsýn og leiðsögn inn í komandi störf.
Amanda K. Ólafsdóttir
Frábærir kassar! Þú velur hvaða grænmeti þér finnst best og setur í kassann. Ég þurfti ekki að kaupa mér grænmeti frá júní og fram í október. Skottaðist bara út á pallinn bak við hús og klippti það sem þurfti í matinn. Hagkvæmt, ódýrt og einstaklega gott.
Guðríður Guðjónsdóttir
Gróðukassarnir hennar Möggu eru svo mikil snilld fyrir blokkarbúa eins og mig. Ég keypti minnsta kassann í sumar, setti í hann salathausa frá Lambhaga, og átti ferskt salat á svölunum í allt sumar. Næsta vor stefni ég á að forrækta kryddjurtir inni og skella þeim svo út í svalakassann þegar það fer að hlýna! Ég mæli 100% með kössunum ... og ríflega það.
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mæli hiklaust með Möggu, fagleg fram í fingurgóma og með mikla reynslu af vettvangi. Hún er vel inn í hinsegin málum og kemur efninu til skila á mjög skýran hátt. Magga nær fólki með sér og vandar sannarlega til verka.
Gísli Rúnar Gylfason